Í reglum persónuverndar nr. 50/2023 um rafræna vöktun kemur fram að heimilt er að setja ökurita eða annan staðsetningarbúnað í bíla á vegum fyrirtækisins sé persónuverndarlöggjöfinni fylgt. Þá er t.d. átt við að lögmætir hagsmunir liggi til grundavallar, eins og að bæta skipulag og skilvirkni, auka þjónustugæði, öryggi eða lækka rekstrarkostnað svo eitthvað sé nefnt.
Einnig þarf sá sem ber ábyrgð á vöktuninni að fræða þá einstaklinga sem nota ökutækið, um vöktunina. Því er mikilvægt að öllum hlutaðeigandi starfsmönnum eða leigutökum fyrirtækisins sé tilkynnt um vöktunina með góðum fyrirvara og með skýrum hætti. Persónuvernd fer ekki fram á skriflegt samþykki bílstjóra.
Rétt er að taka fram að vöktun með leynd er óheimil.