Um okkur

Ratar þjónustar fyrirtæki sem reka bílaflota af öllum stærðum og gerðum og vill ná fram hagræðingu í rekstri með markvissri flotastýringu.

Ratar býður upp á ökurita (GPS) sem geta gefið fyrirtækjum yfirlit og greiningar á m.a. staðsetningum bíla, hraðamælingum og vegalengdum ásamt því að fá áminningar um viðhald, sé þess óskað.

Hjá Ratar er áhersla lögð á að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu.

Persónuverndarstefna

ALMENNT

Persónuvernd skiptir Ratar miklu máli. Stefnan tekur til persónuupplýsinga hvort sem þeim er safnað og þær varðveittar með rafrænum hætti, á pappír eða með öðrum sambærilegum hætti. Stefnan tekur til skráningar, vörslu og vinnslu á persónuupplýsingum sem falla undir stefnuna.

PERSÓNUVERNDARLÖGGJÖF

Um meðferð persónuupplýsinga gilda lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga eins og þau eru á hverjum tíma, sem og viðkomandi gerðir samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Taka lögin m.a. á vinnslu, vörslu og miðlun persónuupplýsinga.

ÁBYRGÐ

Ratar ber ábyrgð á skráningu persónuupplýsinga og meðferð þeirra upplýsinga í starfsemi sinni.

SÖFNUN OG NOTKUN

Upplýsingar sem Ratar safnar eru:

● Ferðir bíla með ökurita, svo sem staðsetning og hraði.

● Upplýsingar kunna að safnast sjálfkrafa s.s. þegar þú heimsækir vefsíður okkar, t.d. IP-tala þín og upplýsingar um tölvukerfið sem er notað.


VERNDUN

Ratar leggur mikla áherslu á að vernda vel allar persónuupplýsingar og við munum tilkynna þér ef upp kemur öryggisbrot er varðar þær.

Vefsíður okkar nota SSL skilríki sem þýðir að gagnaflutningar til og frá síðunum er dulkóðaður og því öruggari. SSL skilríki varna því að þriðji aðili komist yfir gögn sem eru send í gegn um vefinn.

Við viljum einnig taka fram að gagnaflutningur á internetinu er aldrei fullkomlega öruggur. Þér er því bent á að láta okkur umsvifalaust vita ef þú telur hættu á að tilteknar upplýsingar sem þú hefur gefið okkur séu í hættu.


VARÐVEISLA

Ratar reynir eftir fremsta magni að halda persónuupplýsingum nákvæmum og áreiðanlegum og uppfærir þær eftir þörfum. Við geymum persónupplýsingar í þann tíma sem er nauðsynlegur til að uppfylla markmið þessarar stefnu um persónuvernd nema lengri geymslutíma sé krafist eða hann leyfður skv. lögum. Ef möguleiki er á að persónuupplýsinganna kunni að vera þörf síðar til að uppfylla lagaskyldur, t.d. gagnvart skattyfirvöldum, eða til að höfða eða verjast réttarkröfu, munum við taka afrit af hlutaðeigandi persónuupplýsingum og varðveita þær á öruggu formi eins lengi og nauðsyn ber til.

RÉTTINDI ÞÍN

Þú átt rétt á og getur óskað eftir að Ratar veiti þér upplýsingar um þær persónuupplýsingar sem fyrirtækið býr yfir sem og um vinnslu og meðferð upplýsinga um þig.

Þú átt rétt á því í vissum tilvikum að persónuupplýsingar um þig séu leiðréttar eða þeim eytt, t.d. ef upplýsingarnar eru ekki lengur nauðsynlegar í þágu þess tilgangs sem þeirra var upphaflega aflað í.

Beiðni þín verður tekin til greina og þér afhentar upplýsingarnar (þegar það á við) innan hæfilegs tíma, þó með þeim takmörkunum sem réttindi og frelsi annarra gera, þ.m.t. viðskiptaleyndarmál og hugverkaréttindi. Þú getur kvartað til Persónuverndar ef við neitum að afhenda þér ákveðnar upplýsingar.

Hægt er að hafa samband varðandi persónuvernd á netfangið ratar@ratar.is